Veftré English

Um Bjarkarholt

Gistiheimilið Bjarkarholt á Barðaströnd á Vestfjörðum

Gistihúsið Bjarkarholt var stofnað 1995 af Torfa Steinsson. Í dag reka þau Heiða Steinsson og Rögnvaldur Johnsen gistiheimilið.

Með tilkomu þeirra að rekstrinum bættust við nokkrir þjónustuliðir. Gönguferðir á skemmtilegum gönguleiðum á sunnanverðum Vestfjörðum eru án efa með betri upplifunum og fjölmargir hópar nýta sér þessa þjónustu á hverju ári. Leiðsögn er í höndum Rögnvaldar og Heiðu og grillveislan að göngu lokinni gefur ekkert eftir.

Fyrir gönguhópa er tilvalið að senda okkur fyrirspurn um fyrirkomulagið fyrir hópinn þinn.

Gistihúsið getur hýst vel 30 manns, 16 í húsum og 14 í svefnpokaplássi.

Bjarkarholt er staðsett á Vestfjörðum í miðri Barðastrandasýslu við Mórudal.

Gistihúsið er um 16 km í vestur frá ferjuhöfninni á Brjánslæk og um 40 km frá Patreksfirði.
Kíktu á Hafa samband síðuna til að sjá frekari upplýsingar um okkur.

 

Þið og vinir ykkar eru ávallt velkomin til okkar.