Veftré English

Náttúrulaug

Náttúrulaugin er æðislegur staður til að slaka á eftir daginn. Segja má að staðurinn sé í raun samblanda af stórkostlegri vestfirskri náttúru og algeri slökun. Náttúrulaugin er byggð af Ungmennafélagi Barðastrandar og sjá þau um búningsaðstöðu og sundlaugina.

Náttúrulaugin er í göngufæri við Gistiheimilið og því tilvalið að enda daginn eða byrja hérna.

Við náttúrulaugina eru búningsherbergi og sturtur og rukkar  starfsmaður Ungmennafélagsins hógvært gjald fyrir afnotin.