Veftré English

Rauðisandur

Rauðisandur teygjir sig yfir 10 km svæði fjallanna á milli. Stórfenglegar sandöldurnar breyta um lit eftir tíma dags og veðri. Rauðisandur er stæðsta perlan í röð margra víkna með marglita sandstrendur frá hvítum í gular og frá rauðum í svartar, kornastærðin fer frá því að vera fín eins og borðsalt upp í grófan skeljasand.

Tandurtær náttúran og nær yfirnáttúruleg friðsældin á eftir að heilla þig. Taktu með þér myndavélina í þessa ferð þar sem myndatækifæri eru á hverju strái.

Kaffihúsið á Kirkjuhvammi er ómissandi hluti af ferðinni, með útsýni yfir allan sandinn. Hér færðu alvöru vöfflur með rjóma og sultu og frábæra þjónustu.

Aðrir staðir í kring