Veftré English

Dynjandi

Dynjandi er einn af stórfenglegustu fossum á Íslandi og klárlega ein af stæðstu perlum Vestfjarða. Fossinn er 100 metra hár og 60 metra breiður þar sem hann er breiðastur. Fossinn sem einnig ber heitið Fjallafoss er staðsettur í Dynjandisvogi við Arnafjörð í um 60 km fjarlægt frá Gistihúsinu okkar.

1980 var svæðið friðlýst sem Náttúruvætti og er því aðgengi til fyrirmyndar. Bekkir og upplýsingaskilti er við fossinn sem og stígar upp með fossinum. Gangan upp fossinn tekur uþb 15-20 mínútur.

Salernisaðstaða er í vognum og er því Dynjandisvogur tilvalin áningarstaður fyrir ferðalanga.