Veftré English

Sundlaug með útsýni

Sundlaugin er 12 metra löng er staðsett örstutt frá fjörunni og sést ekki frá vegi. Frábær staður til að njóta stórfenglegs útsýnis yfir Breiðafjörðinn og á heiðríkum degi sérðu hinn dulafulla Snæfellsjökul bera við himinn.

Við sundlaugina er náttúrulaug sem fullkomnar daginn en í lok dags er fátt meira slakandi en notaleg náttúrulaug með útsýni yfir Breiðafjörð.

Ungmennafélag Barðastrandasýslu sér um búningsherbergi og rukkar hógvært gjald fyrir afnotin.

Við sundlaugina eru sturtur og búningsherbergi.